Kvikmyndaklúbburinn Í MYRKRI byrjar árið með trompi með sýningu myndarinnar Reassemblage eftir víetnömsku kvikmyndagerðarkonuna, rithöfundinn, tónskáldið og fræðikonuna Trinh T Minh-ha þann 29. janúar kl. 20
Reassemblage
Trinh T Minh-ha
Kvikmyndin Reassemblage frá árinu 1982 eftir víetnömsku kvikmyndagerðarkonuna, rithöfundinn, tónskáldið og fræðikonuna Trinh T Minh-ha. Reassemblage er tekin upp í Senegal og samanstendur af svipmyndum úr lífi í sveitum landsins. Trinh vill grafa undan þeirri venju að „troða merkingu upp á hvert tákn“ t.d. með því að aftengja hljóð frá því sem verið er að lýsa.
Í MYRKRI
Í Myrkri býður upp á reglulegar bíósýningar í Kling & Bang yfir myrkustu mánuðina – frá jafndægri til jafndægurs – á völdum heimildamyndum og tilraunakenndu kvikmyndum eftir nokkra af áhugaverðustu kvikmyndagerðar- og listamönnum samtímans. Stuttar, langar, hægar, hraðar og alls konar.
Aðgangur er ókeypis en tekið verður á móti frjálsum framlögum gesta. Það sem safnast saman verður nýtt til að greiða fyrir sýningarrétt kvikmyndanna og rennur beint í vasa leikstjórans.
Sýningarstjórar Í MYRKRI eru Yrsa Roca Fannberg, Ragnheiður Gestsdóttir og Þórunn Hafstað sem allar hafa fengist við heimildamyndaformið á einn eða annan hátt. Te, popp og fleira gúmmelaði á vægu verði sem fer beint í vasa leikstjórans.

The post Kling & Bang: Kvikmyndaklúbburinn Í Myrkri kynnir Reassemblage eftir Trinh T Minh-ha appeared first on sím.