Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Midpunkt: Curver Thoroddsen – kynslóðabil

$
0
0

Laugardaginn næstkomandi, 18 janúar, opnar einkasýning Curver Thoroddsen í Midpunkt. Curver hefur um langt skeið unnið sem myndlistamaður, kennari og tónlistarmaður, en verk hans hafa kanna oft á tíðum bæði mannslíkamann og tæknina, með góðlátlegum húmor fyrir listamanninum sjálfum og næmu auga.

Í sýningunni Kynslóðabil mætast faðir og sonur á stórum velli, og taka hvorn annan upp. Sonurinn sem er ungur drengur mætir vopnaður með flygildi sem flýgur um með HD kameru, faðirinn handleikar 8mm myndavél. Í sýningunni mætast þessi tvö sjónarmið svipað og feðgar sem kasta bolta sín á milli eða kynslóðir að takast á.

Þetta er fyrsta einkasýning sem Curver Thoroddsen heldur síðan 2018. Curver Thoroddsen  stundaði nám í myndlist við Listaháskóla Íslands þaðan sem hann útskrifaðist með BA gráðu árið 2000 og MFA gráðu frá School of Visual Arts í New York árið 2009. Curver starfar einnig sem tónlistarmaður í ýmsum verkefnum, meðal annars sem hluti af hljómsveitinni Ghostigital.

The post Midpunkt: Curver Thoroddsen – kynslóðabil appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356