Þetta er opið kall til allra BA og MA nemenda, starfsfólks og hollnema Listaháskóla Íslands um að vera hluti af og taka þátt í viðburði sem stendur í eina viku á Hönnunarmars 2020. Þar verður gerð tilraun til að skapa og lifa sameiginlega í ímyndaðri framtíð ársins 2050 í eina viku. Sögusviðið er Ísland. Reynt verður að gera tilraunir með ólík svið og snið þar sem vangaveltur, hugdettur, íhugun og gagnrýnin endurspeglun eiga rétt á sér. Garðar Eyjólfsson, fagstjóri MA náms í hönnun er sýningarstjóri sýningarinnar, hún fer fram í húsnæði LHÍ, að Þverholti 11. Frekari upplýsingar og umsóknarform má finna á madesign.lhi.is/2050 – umsóknarfrestur er 6. febrúar 2020.
Birtingarmynd framtíðarinnar vekur ímyndunaraflið til lífsins, ekki síst vegna þess að ólíkt fólk mun bregðast á ólíkan hátt við hugmyndum um framtíðina. Sumir munu sjá fyrir sér framtíðina sem útópíu, aðrir sem dystópíu. Enn aðrir munu gera sér í hugarlund átökin sem verða á milli þessara tveggja andstæðna í framtíðinni.

2050 rýmið gegnir hlutverki sviðsmyndar þar sem þessi ólíku sjónarhorn koma saman, þar getur allt mögulegt átt sér stað, svo sem viðburðir, sýningar, tískusýningar, verk í vinnslu, fyrirlestrar, kynningar, rökræður, málþing, tónlistarviðburðir, partí, tilraunakennd verk, gjörningar, matarviðburðir, dans, vinna, útvarp, kvikmyndir, vídjó, sýndarveruleiki (VR), gagnaukinn veruleiki (AR) og leikir svo eitthvað sé nefnt.
2050 er opinn fyrir öllum uppástungum sem tengjast viðfangsefninu á einhvern hátt og opnar faðminn fyrir tillögum sem koma frá fögum utan sviðs hönnunar og arkitektúrs.
Valið verður útfrá tengingum umsókna við viðfangsefnið, um leið og skoðað verður hvernig ólík verkefni gætu mögulega átt í rýmistengdu samtali. Markmið sýningarstjóra er að taka við eins mörgum hugmyndum og mögulegt er.
2050 er sýningarstýrt af fagstjóra MA náms í hönnun / MA Design Explorations & Translations, Garðar Eyjólfssyni fyrir hönd hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands.

The post Hönnunarmars 2020 – open call appeared first on sím.