LEIÐSÖGN – Safnið á röngunni, skráning á keramiksafni
Sunnudaginn 13. október kl. 13-14
Anna Eyjólfsdóttir myndlistamaður og safnari verður með leiðsögn ásamt Þóru Sigurbjörnsdóttur safnafræðingi Hönnunarsafnsins.
Anna Eyjólfsdóttir myndlistarmaður hóf söfnun á leirmunum eftir íslenska listamenn árið 1979. Árið 2017 samanstóð safnið af tæplega 2000 gripum, sem spanna tímabilið frá 1932 til dagsins í dag. Þetta er stærsta einstaka keramiksafn landsins. Hönnunarsafn Íslands eignaðist það með styrk frá Blá Lóninu.

Síðustu mánuði hefur starfsfólk Hönnunarsafns skrásett keramikgripina í sýningarsal safnsins, en skráning er viðamikill hluti af starfsemi safna. Hér geta gestir fylgst með þegar hlutir eru teknir upp úr kössum, ljósmyndaðir, skráðir í safnmunaskrá og þeim loks pakkað eftir kúnstarinnar reglum. Markmiðið er að hluturinn varðveitist en sé um leið aðgengilegur ásamt þeim upplýsingum sem til eru um hann.
Skráning er spennandi ferli sem víkkar sjóndeildarhringinn, kveikir neista og tengingar, hugmyndir, samtöl og minningar.
Viðburðurinn er í boði Hönnunarsafns Íslands
The post Hönnunarsafn Íslands: LEIÐSÖGN – Safnið á röngunni, skráning á keramiksafni appeared first on sím.