Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Listhús Ófeigs: Daníel Þ. Magnússon opnar sýningu laugardaginn 10.ágúst kl.16 -18

$
0
0

Daníel Þ. Magnússon opnar sýningu laugardaginn 10. ágúst hjá Ófeigi kl. 16.00- 18.00, að Skólavörðustíg 5.  Sýningin ber yfirskriftina Pósterar – Testament.

Myndirnar á sýningunni spanna yfir 20 ára tímabil og teljast með verkum sem hann kýs að nefna Póstera og hafa ekki verið sýnd áður. Myndirnar eru einfaldar grunnteikningar sem allar lúta lögmálum dvergríkisins.

“ … Þetta eru stillimyndir og forsimplanir á stórum verkum og lögmálum. Ég gef slembi og ágiskuninni form og lit og alhæfingin verður heimsmynd dvergríkisins. Þeir sem ferðast á úthöfum hins örsmáa munu glata trúnni á höfuðáttir og fagurfræði. Þeir sem setja traust sitt á stofnanir og vegvísa raunveruleikans, munu týna vitinu undir rokgjarnri villusýn þessa heims. Þeir sem af hetjudáð og fórnfýsi kanna flæðarmál öngríkisins, mæta þar fánýtum speglunum og útúrsnúningum.  Ég er í hagsmunagæslu fyrir þennan heim og ambassador” sagði Daníel um verkin á sýningunni.

Verkin eru unnin með óhliðrænum rafmagnstækjum og prentuð með litekta frussprenti á 300gr bómullarpappír.

Allir velkomnir. Sýningin verður opin á verslunar tíma. Henni líkur 4. september.

The post Listhús Ófeigs: Daníel Þ. Magnússon opnar sýningu laugardaginn 10.ágúst kl.16 -18 appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356