Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Vinir og elskhugar – sýningaropnun með Dagmar Agnarsdóttur í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi 15.ágúst

$
0
0

Vinir & elskhugar (Friends & Lovers) er yfirskrift málverkasýningar Dagmar Agnarsdóttur í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi 15. ágúst–15. september. Þar sýnir Dagmar XX olíumálverk sem flest eru frá þessu ári og því síðasta.

Þetta verður fyrsta einkasýning hennar í rúmlega þrjú ár.

Myndefni og innblástur sækir Dagmar sem fyrr í fólk og fyrirbæri – fólk í daglega lífinu og stöðu þess í heimi í deiglu: stöðu mannsins í nútímanum og vangaveltur um þann heim sem núlifandi kynslóðir eftirláta afkomendum sínum.

Sýningin Vinir & elskhugar hefst á nýju tungli kl. 17 fimmtudaginn 15. ágúst.

Björgvin Gíslason gítarleikari verður á staðnum og ljær opnuninni sinn kynngimagnaða blæ.

Dagmar Agnarsdóttir er fædd og uppalin í Reykjavík en bjó um margra ára skeið í ýmsum löndum þriðja heimsins. Hún fór að fást við myndlist fyrir alvöru á meðan hún bjó ásamt fjölskyldu sinni í Asíu og Afríku þar sem hún lagði stund á nám og vinnu með þarlendum listamönnum og hélt sýningar.  

Dagmar hefur þróað sérstakan stíl sem vakið hefur athygli þar sem hún hefur unnið og sýnt verk sín. Stundum blandar hún hrjóstrugri íslenskri náttúru og daglegum íslenskum veruleika (og óveruleika) saman við menningaráhrif frá Asíu og Afríku þar sem ólíkir menningarheimar renna saman og mynda ómótstæðilega og töfrandi heild.   

Dagmar hefur einnig fengist við myndskreytingar bóka.

Þegar hún er ekki að mála keppir Dagmar á alþjóðavettvangi í kraftlyftingum og á sem stendur 24 Íslandsmet í greininni.

The post Vinir og elskhugar – sýningaropnun með Dagmar Agnarsdóttur í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi 15.ágúst appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356