Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Ólöf Björg Björnsdóttir opnar sýningu sýna: Manneskjan, Afbygging & Umföðmun í Gallerí Göng/um, Háteigskirkju, fimmtudaginn 8. ágúst kl. 16-19

$
0
0

Verkin eru unnin í expressíónísku flæði. Viðfangsefnið er manneskjan og sjálfsleit hennar, afbygging og umföðmun sem er tilraun að opna rými tengsla í gegnum listmiðil. Að tengja saman ólík element í átt að heilli mennsku.

„Ég lagði af stað með hugmynd um hvað það er að vera mannvera í líkama, dýr með tilfinningar og huga sem tæki. Vera innblásin guðlegum anda í heimi þar sem er sundrung en möguleiki á sameiningu. Manneskjan hefur jú oft möguleika á vali um viðbrögð við því sem hana hendir í lífinu og raungera þann möguleika til að hafa áhrif á eigin lífsgöngu eins og góð vinkona mín orðaði það nýverið þegar ég var að velta þessum hlutum fyrir mér.. Ég skoðaði hugmyndina um Adam og Evu í Paradís, um ástina og snertingu guðs, og einnig um meðal sem getur verið eitur, og eitur sem getur verið meðal ásamt tengslum á milli þessara tveggja persóna með sérstaka áherslu á hvernig mannfólki hefur verið kennt að hugsa og upphefja þröngsýna hugmynd um: hvað það er að vera ‘sönn’ kona og þar með hvað það er að vera ‘sannur’ karl og nýtt sem stjórntæki, ég læt það vera að tala um fólk sem hefur bæði kynfæri enda tel ég kynfæri ekki framkalla persónueiginleika frekar en litur holds eða kyngervi. Þröngsýn tvíhyggju mötun sem er oft bundin tungumáli, hefðum og þar með viðhorfum framkallar oft þjáningu og er jafnvel ein helsta bæling okkar tíma sem byrgir sýn á það sem máli skiptir og hvetur ekki til sameiningar heldur til sundrungar.“

Sjálf segist hún trúa því að góð list geti haft heilunar- og vakningarmátt fyrir þá sem opnir eru fyrir slíku. Hún nýtir sér tækni í shamanískum fræðum til að kafa dýpra í innsæið og skoða hlutina frá ólíkum hliðum. Tól töfralækna hafa löngum nýst til þess að leiðrétta gömul kerfi hjá mannfólkinu. Mér finnst áhugavert að prófa þetta einlæga samtal við sjálfa mig í gegnum listmiðilinn með það takmark að leiðrétta gamalt málarakerfi og endurtekningu hjá mér. Ég kasta mér inn og út úr fagurfræðinni og frá því sem ég hef lært á leiðinni en þó innan ákveðins ramma sem á sér samsvörun í yogískum fræðum, shamanisma og náttúrutrú út frá ólíkum eiginleikum mannsins til greiningar og gagnrýnnar hugsunar, einnig líkamlegrar gagnrýnnar hugsunar. Ég lofa mér að vera berskjölduð og óvarin gagnvart þörfum, þrám, tilfinningum, kaótík, ókyrrð, óvissu, reglum, þögn, innsæi, undrun og margræðum lausnum í þeirri von að ný sköpun eigi sér stað og með henni jafnvel nýr skilningur.  

Ólöf Björg Björnsdóttir er fædd 1973 í Reykjavík þar sem hún nú starfar. Hún útskrifaðist frá málaradeild árið 2001 frá Listaháskóla Íslands en hefur jafn fram bæði verið í læri hjá kóreiskum meistara og verið í skiptinámi í Listaháskólanum í Granada á Spáni.

The post Ólöf Björg Björnsdóttir opnar sýningu sýna: Manneskjan, Afbygging & Umföðmun í Gallerí Göng/um, Háteigskirkju, fimmtudaginn 8. ágúst kl. 16-19 appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356