Jón B. K. Ransu leiðir 5 daga námskeið sem ber heitið Listmálarinn sem aldrei var til.
Á námskeiðinu eru þátttakendur leiddir gegnum skemmtilegt og lærdómsríkt ferli skapandi skrifa, rannsóknar og málaralistar.
Ferlið er þrískipt. Fyrst semja þátttakendur stutt æviágrip um listmálara. Æviágripið þarf að segja sögu sem mundi hafa mótandi áhrif á listmálarann, stíl hans og myndefni. Í öðru skrefi rannsaka þátttakendur tímabil sem skáldaði listmálarinn hefur verið uppi, aðstæður og umhverfi sem mögulega hafa líka haft áhrif á stíl hans og myndefni. Þriðja skrefið snýst svo um að láta sig í spor skáldaða listmálarans og mála (eða skálda) málverk eftir hann.
Í lok námskeiðs mun vera til haldbær saga og verk listamálara sem aldrei var til.

Leiðbeinandi námskeiðs, Jón B. K. Ransu, listmálari, sjálftætt starfandi fræðimaður og rithöfundur, leiðbeinir þátttakendum í skrifum, rannsóknaraðferðum og listmálun.
Æskilegt er að þátttakendur hafi einhverja reynslu í málaralist.
Skráningu og nánari upplýsingar má finna hér —> https://myndlistaskolinn.is/namskeidalisti/listmalarinn-sem-aldrei-var-til
The post Myndlistaskólinn í Reykjavík – Listmálarinn sem aldrei var til – spennandi námskeið í september appeared first on sím.