Sýningin JAHÉRNA! er norræn sýningarröð sem ferðast milli Finnlands, Danmerkur, Svíþjóðar, Íslands og Noregs frá 2018 til 2020.
Sýningin opnar í Safnasafninu þann 13. júlí 2019 klukkan 15.
Á sýningunni má sjá verk þar sem unnið er með hefðbundnar handverksaðferðir, til dæmis prjón, hekl og útsaum af ýmsu tagi, en einnig verk unnin úr plastpokum, leir og tré.
Verkin á sýningunni eru valin af finnsku sýningarstýrunum Elina Vuorimies og Minna Haveri. Hver sýningarstaður krefst nýrrar nálgunar við uppsetningu verkanna, en markmiðið er að sýna þá fjölbreytni og leikgleði sem fólgin er í verkum einfara og hvernig þau nota tækni og efni á nýstárlegan hátt.
Listafólkið sem á verk á sýningunni hefur ólíkan bakgrunn, sum eru fötluð en önnur ekki. Það sem sameinar þau er að þau vinna með hefðbundið handverk út frá hugkvæmni og hugmyndaflugi sínu.

The post Sýningaropnun 13.júlí í Safnasafninu appeared first on sím.