Vegna fyrirhugaðrar sýningar Listasafns Íslands á verkum Jóhönnu Kristínar Yngvadóttur (1953-1991) erum við að leita að verkum hennar. Samhliða vinnu við sýninguna er unnið að útgáfu bókar um listamanninn og almennrar heimildasöfnunar um feril Jóhönnu.
Jóhanna Kristín nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands þaðan sem hún útskrifaðist árið 1976 og stundaði framhaldsnám við De Vrije Academie den Haag og Rijksakademie Van Beeldende Kunsten í Amsterdam til 1980. Expressjónísk verk hennar fönguðu fljótt athygli fólks en þau einkenndust af einlægni og næmni á tilfinningar sem áttu sér oft djúpar rætur.

Á stuttum en kraftmiklum og farsælum starfsferli, skildi Jóhanna Kristín eftir sig mikið af verkum sem eru mörg hver í eigu einkaaðila.
Óskað er eftir því að þeir sem eiga listaverk eða annað sem hefur heimildagildi um listamanninn, hafi samband við Júlíu Marinósdóttur verkefnastjóra sýninga í Listasafni Íslands, fyrir 31. júlí í gegnum netfangið julia@listasafn.is eða í síma 621 9609.
The post Listasafn Íslands: Við leitum að verkum eftir Jóhönnu Kristínu Yngvadóttur appeared first on sím.