Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Fjölskyldusmiðjan „Verk að vinna!“ í Árbæjarsafni á sunnudag

$
0
0

Verk að vinna! er yfirskrift sunnudagsins 30. júní í Árbæjarsafni en þá býðst börnum og fjölskyldum þeirra að kynnast starfsháttum fyrri tíma.

Hvernig var lífið fyrir tíma nútímaþæginda eins og rennandi vatns úr krönum, þvottavéla og ryksuga? Smiðjurnar byggjast á fræðsluverkefninu Verk að vinna! Krakkar eru hvattir til að mæta og prófa að bera vatn eins og vatnsberi, sópa með strákúst og sækja hrís til eldiviðar. Börn voru stundum störfum hlaðin hér áður fyrr en fundu sér jafnframt tíma til að leika sér.

Messað verður í fallegu safnskirkjunni á Árbæjarsafni kl. 14. Prestur er séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson en organisti Sigrún Steingrímsdóttir.

Safnið er opið frá kl. 10 –17 en smiðjurnar hefjast kl. 13 og standa til kl. 16.

Heitt á könnunni í Dillonshúsi og heimilislegar veitingar.

Ókeypis aðgangur fyrir börn, eldri borgara, öryrkja og menningarkortshafa. Árbæjarsafn er hluti af Borgarsögusafni, eitt safn á fimm frábærum stöðum

The post Fjölskyldusmiðjan „Verk að vinna!“ í Árbæjarsafni á sunnudag appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356