Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Aðalstrætið – upphaf byggðar í Reykjavík / Kvöldganga 27.júní

$
0
0

Aðalstrætið – upphaf byggðar í Reykjavík er yfirskrift kvöldgöngu sem Borgarsögusafn stendur fyrir fimmtudaginn 27. júní kl. 20.

Aðalstræti er ein elsta og merkasta gata Reykjavíkur með djúpar sögulegar rætur allt frá landnámstíð. Í raun má segja að Aðalstrætið sé einskonar söguleg tímalína Reykjavíkur því úr henni má lesa þróun byggðar frá landnámi til samtímans. Guðbrandur Benediktsson sagnfræðingur og safnstjóri Borgarsögusafns leiðir gönguna og fræðir göngufólk um þessa merkilegu sögu borgarinnar.

1907, Duusverslun, Aðalstræti 2. Fólk á gangi. Húsið sennilega skreytt vegna konungsheimsóknar.

Lagt verður af stað frá Grófarhúsi í Kvosinni kl. 20.

Þátttaka er ókeypis og allir eru velkomnir. Leiðsögnin fer fram á íslensku. Kvöldgöngur eru samstarfsverkefni Borgarsögusafns Reykjavíkur, Borgarbókasafns Reykjavíkur og Listasafns Reykjavíkur og fara þær fram á fimmtudagskvöldum yfir sumarmánuðina.

Um 1920, mannlíf í Aðalstræti í Reykjavík. Aðalstræti 2, Aðalstræti 6 og fjær sést Fjalakötturinn, Aðalstræti 8. Hinum megin við götuna sést talið f.v. Aðalstræti 3 (pakkhús á horni Aðalstrætis og Hafnarstrætis), fjær er Hótel Ísland, Austurstræti 2. Fyrir enda götunnar er hús Hjálpræðishersins, Kirkjustræti 2. Ljósker til vinstri, sennilega gaslukt.
Ljósmyndari: Ekki vitað
1898, húsaröð við Aðalstræti í Reykjavík, Aðalstræti 2 til 12, m.a. Fjalakötturinn, Aðalstræti 8. Fyrir enda götunnar sést bryggjuhúsið, Vesturgata 2 og sést gatið (borgarhliðið) í gegnum húsið vel. *** Local Caption *** Aðalstræti 12, Aðalstræti 10, Aðalstræti 8, Aðalstræti 6, Aðalstræti 2, Vesturgata 2. Prentsmiðjubrunnurinn / prentsmiðjupósturinn. Hluti af 41 sterióskópmyndum eftir; Guðmundur O. Eiríksson (1876 -1938) teknar fyrir aldamótin 1900 (um 1897-1899). Guðmundur flutti til Kanada og síðan til Bandaríkjanna og var ljósmyndari og smiður í San Diego frá 1915
Um 1970-1975, Aðalstræti. T.h. er Fjalakötturinn Aðalstræti 8, Aðalstræti 10 verslun Silla og Valda, Aðalstræti 12 og 14. Afgreiðsla dagblaðsins Vísis er í Fjalakettinum
Ljósmyndari: Kristjón Haraldsson (1945-2011) / Studio 28

The post Aðalstrætið – upphaf byggðar í Reykjavík / Kvöldganga 27.júní appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356