Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Vel-heppnuð Jónsmessugleði Grósku

$
0
0

Jónsmessugleði Grósku var haldin í ellefta sinn við Strandstíginn í Sjálandshverfi Garðabæjar þann 20. júní síðastliðinn. Til sýnis voru málverk og önnur myndverk, innsetningar og skúlptúr og þema kvöldsins, „Þræðir“, birtist á margvíslegan hátt bæði í listaverkunum og skrautlegum fatnaði listamannanna. Sýnendur voru félagar í Grósku, samtökum myndlistarmanna í Garðabæ, og gestalistamenn frá Hafnarfirði, Kópavogi, Reykjavík og Blönduósi. Meðal sýnenda voru einnig ýmsir félagar úr SÍM.

Einnig var boðið upp á dans, tónlist, söng og leiklist og kvöldið var leitt til lykta með óvæntum lokagjörningi Grósku: „Uppvakningu“, og lúðrablæstri Jóhanns Bjarnar Ævarssonar.

Kvöldið var svalt en fagurt og margir lögðu leið sína á Strandstíginn þetta kvöld. Listamenn jafnt sem gestir gerðu einkunnarorð Jónsmessugleði að sínum með því að gefa, gleðja og njóta.

Stjórn Grósku þakkar þeim fjölmörgu aðilum sem lögðu hönd á plóg við undirbúning og framkvæmd kærlega fyrir veitta aðstoð og vonast til að sjá sem flesta að ári.

Birgir Rafn Friðriksson – Þræðir
Kristín Tryggvadóttir – Næturfundur á Alþingi
Iðunn Thors – Hugmyndir að grafíkverkum
Magnea Ingvarsdóttir – Silkihlín
Hulda Hreindal Sigurðardóttir – Bird on a Wire

The post Vel-heppnuð Jónsmessugleði Grósku appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356