Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

States of Being – Federico Dedionigi sýnir ný verk

$
0
0

Verið velkomin á opnun “States of Being” laugardaginn 25. maí kl. 14 – 17 í Deiglunni, Akureyri. Gestalistamaður Gilfélagsins í maí, Federico Dedionigi, sýnir málverkaseríu sem hann hefur unnið að síðasta árið. Léttar veitingar og listamaðurinn verður á staðnum.
Einnig opið sunnudag, 26. maí kl. 14 – 17.

Federico er fæddur og uppalinn í úthverfum Buenos Aires í Argentínu. Hann hlaut BA gráðu í myndlist frá Social Museum University (UMSA) og MA í listþerapíu frá National University of the Arts í Argentínu. Hann hefur mikinn áhuga á austurlenskum fræðum, á chi kung, jóga, hugleiðsluaðferðum og kínverskum bardagalistum og vinnur að því að afla sér frekari þekkingar.

Hann starfar sem aðstoðarkennari hjá UMSA og hefur einnig kennt hjá ýmsum skólum í Buenos Aires. Sem listþerapisti hefur hann starfað hjá Interzonal Hospital Dr. J. Esteves og verið nemi hjá Civil Association Antilco.

Árin 2016 og 2017 bjó hann í Frakklandi og ferðaðist um Norður Evrópu. Þar vann hann verk, m.a. teikningaseríu af evrópsku landslagi, Carnet de Voyage og blekteikningar innblásnar af Frönsku Ölpunum þar sem hann dvaldi einn vetur. Federico hóf að vinna að akrýlmálverkaseríu í Buenos Aires sem kallast States of Being og hefur haldið þeirri vinnu áfram í Gestavinnustofu Gilfélagsins.

The post States of Being – Federico Dedionigi sýnir ný verk appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356