Jónsmessugleði Grósku: þátttökuboð
Nú er hafinn undirbúningur að Jónsmessugleði Grósku sem haldin verður í ellefta sinn fimmtudaginn 20. júní 2019 kl. 19.30-22. Undanfarin ár hefur Gróska boðið öðrum myndlistarmönnum að taka þátt og í ár verður framhald á því.
Gróska er félag myndlistarmanna í Garðabæ sem á hverju ári stendur fyrir myndlistarsýningum og viðburðum. Umfangsmest er Jónsmessugleði sem haldin er við Strandstíginn í Sjálandshverfi Garðabæjar. Þar eru jafnan fjölbreytt listaverk til sýnis í töfrandi umhverfi og auk sýningarinnar eru margir aðrir listviðburðir á dagskrá. Einkunnarorð Jónsmessugleði Grósku eru: gefum, gleðjum og njótum og slá þau tóninn fyrir þá notalegu og skemmtilegu stemningu sem ríkir um kvöldið. Að venju lýkur gleðinni svo með eftirminnilegum gjörningi.
Þúsundir gesta streyma á Jónsmessugleði Grósku á hverju ári og þetta er því kjörið tækifæri fyrir listamenn til að koma sköpun sinni á framfæri og kynnast öðrum listamönnum.
Hagnýtar upplýsingar
Þátttökugjaldið er 3500 kr. en í því er innifalinn sérhannaður strigi fyrir þá sem eru með myndverk og lokahóf þar sem sýnendum ásamt mökum er boðið upp á sælkerasúpu að sýningu lokinni.
Eins og áður munu allir sýnendur taka þátt í sameiginlegri undirbúningsvinnu. Því er sýnendum skipt niður í ákveðnar framkvæmdanefndir þar sem hver nefnd hefur fyrirfam gefinn verkefnaramma.
Í ár er þemað „Þræðir“. Flestir hafa nýtt sér fyrrnefndan sérsniðinn striga til að skapa tvívíð lárétt myndverk (landskapeformat sa. 94×127 sm) en striginn er settur upp á milli tveggja stólpa/staura. Við hvetjum þó einnig til fjölbreytileika og því eru skúlptúrar, innsetningar eða aðrir listmiðlar einnig mjög velkomnir.
Velkomið er að hafa samband við stjórn Grósku til að fá frekari upplýsingar ef þurfa þykir.
Skráning fer fram á eftirfarandi link og lýkur 27. maí 2019.
Hægt er að nálgast strigann 21. maí kl. 17-18 og 28. maí kl. 19-19.30 í Gróskusalnum, á 2. hæð á Garðatorgi 1 í Garðabæ.
Skráningargjaldið greiðist við afhendingu strigans eða með því að millifæra á reikning Grósku 0546-26-010310, kt. 520510-0440. Gróska hlakkar til að sjá hvort slegið verði þátttökumet í ár.

The post Jónsmessugleði Grósku: þátttökuboð appeared first on sím.