Málþingið er hluti af áherslu Listasafns Reykjavíkur árið 2019 á list í almannarými en þetta er síðasta málþingið af þremur sem skipulögð eru í vor sem fjalla öll á ólíkan hátt um list í almannarými.
Almannarými hafa breyst í tímans rás og hefur eðli listar í almannarými mótast með því. Listaverk eru að þróast frá því að vera styttur á stöplum yfir í að vera samfélagsleg inngrip í almannarými sem hvetja til þátttöku almennings. Á þessu þriðja málþingi sem Listasafn Reykjavíkur heldur verður fjallað um það hvernig list hefur þróast í almannarými og hver framtíð hennar er.

Fummælendur:
Æsa Sigurjónsdóttir, listfræðingur
Ólafur Sveinn Gíslason, myndlistarmaður
Starkaður Sigurðarson, myndlistarmaður sem fæst einnig við skrif
Markús Þór Andrésson, sýningarstjóri og deildarstjóri miðlunar og sýninga hjá Listasafni Reykjavíkur – um þróun forms og inntaks listar í almannarými.
Fundarstjóri: Aldís Snorradóttir
Ókeypis aðgangur
The post Málþing: Þróun og framtíð listar í almannarými Laugardag 18. maí kl. 13.00 á Kjarvalsstöðum appeared first on sím.