Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Anthony Dunne í Listaháskólanum miðvikudaginn 8.maí kl.12:15

$
0
0

Anthony Dunne er hönnuður, prófessor og meðstjórnandi hjá ‘the Designed Realities Studio’ í the New School / Parsons í New York. 

Hann kemur til með að halda fyrirlestur í hönnunar- og arkitektúrdeild, Þverholti 11 á morgun, miðvikudag klukkan 12:15. Allir velkomnir og ókeypis inn!

Anthony Dunne hefur verið í framlínu hönnunarheimsins um langt skeið. Hann er höfundur bókarinnar Speculative Everything sem er grundvallarrit á sviði tilgátuhönnunar og gagnrýnnar hönnunar sem snýst gjarnan um það að varpa ljósi á samtímann með því að bregða upp myndum af mögulegri framtíð.

Hann kennir við Parsons í NY og var prófdómari hjá okkur í meistaranámi í hönnun við LHÍ. Hann heldur fyrirlestur í hádeginu á morgun í Þverholti sem engin áhugamanneskja um hönnun, listir, fræði, heimspeki og samtímann ætti að láta fram hjá sér fara.

Nánar um viðburðinn HÉR

The post Anthony Dunne í Listaháskólanum miðvikudaginn 8.maí kl.12:15 appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356