Margrét Jónsdóttir_listmálari opnar sýninguna Myndbirting þjáningarinnar í SÍMsalnum Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík.
Opnun fimmtudaginn 9. maí frá kl.14:00 til 16:00.
Sýningin stendur til 27.maí 2019 og er opin er alla virka daga frá kl.10:00-16:00.

Á sýningunni eru málverk á pappír, unnin út frá upplifun við að eldast og slitna sem kona í íslensku menningarumhverfi en Margrét hefur unnið óslitið að listsköpun allan sinn feril eða um tæp 50 ár.
Margrét er fædd í Reykjavík 1953 og hefur starfað sem myndlistarmaður í tæp 50 ár og stundað kennslu í 27 ár bæði við framhaldsskóla, grunnskóla og Myndlistarskóla Kópavogs, unnið við grafíska hönnun og rekið auglýsingastofu. Menntuð við Myndlista- og Handíðaskóla Íslands, diploma í frjálsri myndlist og síðar diploma í grafískri hönnun, mastersnám við Central Saint Martins Collage of Art í London og diploma frá Kennaraháskólanum. Margrét hefur haldið á fimmta tug einkasýninga og tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis. Einn af stofnendum Gallery Suðurgötu 7 sem var mikilvæg miðstöð í þróun framlínumyndlistar á Íslandi. Einn af stofnendum Hagsmunafélags myndlistarmanna sem var undanfari Sambands íslenskra myndlistarmanna ásamt stofnun SÍM. Verk eftir Margréti eru í eign helstu listasafna landsins og hefur hún hlotið ferðastyrki og starfslaun listamanna og er hennar getið í ritinu Íslensk listasaga sem er fimm binda verk og spannar tímabilið frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar.

Allar nánari upplýsingar um sýninguna veitir Margrét s: 847 8634
netpóstur: margret_jons@hotmail.com
Nánari upplýsingar um Margréti:
https://www.facebook.com/Margr%C3%A9t-J%C3%B3nsd%C3%B3ttir-listm%C3%A1lari-288764417867954/
https://www.facebook.com/margretjons.is

The post Margrét Jónsdóttir, listmálari, opnar sýninguna Myndbirting þjáningarinnar í SÍMsalnum Hafnarstræti 16 fimmtudaginn 9. maí frá kl.14:00 til 16:00 appeared first on sím.