Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Hnallþóran – Opnun 5. maí í Midpunkt

$
0
0

Midpunkt býður í Hnallþóru opnun sunnudaginn 5.maí milli kl 16-19.

Sigurrós Guðbjörg Björnsdóttir og Berglind Erna Tryggvadóttir standa að sýningunni sem ber heitið Hnallþóran.

Kaffi, freiðandi vín og Hnallþórur verða á boðstólnum fyrir gesti og gangandi.

Hin íslenska hnallþóra er fyrirbæri sem kom fram á Íslandi á fyrri part tuttugustu aldarinnar. Hún var handverk, listhlutur sem stóð á miðju veisluborði hverrar húsmóður, krúnudjásn, sjónræn þjóðargersemi. Að bera glæsileikann á borð, fyrir vini og vandamenn jafnt á gleði og sorgartilefnum tengir fólk saman og sú athöfn að matreiða fyrir aðra og borða saman er skapandi ferli. Hnallþórur eru stórar og skreyttar tertur sem gjarnan voru skreyttar með niðursoðnum litríkum ávöxtum og algengt var að rjómanum eða kreminu hafi verið listilega sprautað á með sértilgerðum sprautum sem bjuggu til falleg mynstur.

Hnattvæðingin hefur haft þau áhrif að framboð af uppskriftum og tegund matar hefur aukist til muna. Þetta hefur og gæti haldið áfram að hafa þau áhrif að sérkenni íslenskrar matargerðar víki fyrir öðrum matarhefðum. Með þessu verkefni viljum við minna á hnallþóruna, passa að hún gleymist ekki og rannsaka hverjir listamennirnir á bak við terturnar voru og eru kannski enn.

Sigurrós Guðbjörg Björnsdóttir og Berglind Erna Tryggvadóttir eru í rannsóknarleiðangri; þær dýfa sér ofan í sögu íslenskra matar- og baksturshefða og reyna að finna hnallþórunni nýtt hlutverk í síbreytilegu landslagi íslenskrar matarmenningar. Sýningin Hnallþóran er fyrsta kynning á rannsóknum þeirra, verkefni í vinnslu. Þar eru settar fram tilraunir á hnallþórunni sem listhlut, í tvívíðu og þrívíðu formi, jafnt því sem áhorfendur geta skoðað uppskriftir og fróðleik sem rannsóknarteymið hefur sánkað að sér.

Þess má geta að þriðjudaginn 30. Apríl munu þær Sigurrós og Berglind taka sér dómarasæti í kökugerðakúrs Menntaskólans í Kópavogi og munu þær dæma Hnallþórur nemenda af fagurfræði, útliti og bragði

The post Hnallþóran – Opnun 5. maí í Midpunkt appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356