Ingibjörg Sigurjónsdóttir og Heba Helgadóttir, sýningarstjórar sýningarinnar Hringur, ferhyrningur og lína á Kjarvalsstöðum, ræða við gesti um verkin á sýningunni, feril Eyborgar Guðmundsdóttur og fleira. Sýningunni lýkur daginn eftir.
Eyborg Guðmundsdóttir (1924-1977) var sérstæður listamaður í íslenskum listheimi. Verk hennar byggja á fyrirmyndum geómetrískrar abstraktlistar þar sem sjónræn áhrif reglubundinna forma eru megináherslan, stíll sem kenndur er við op-list (e. optical).

Þetta er fyrsta yfirlitssýning á verkum Eyborgar. Ferill hennar spannaði fimmtán ár, en hún náði að þróa persónulegt myndmál sem einkenndist af einföldum formum og sjónarspili.
Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.
The post Hringur, ferhyrningur og lína: Leiðsögn sýningarstjóra – síðasta sýningarhelgi Laugardag 27. apríl kl. 15.00 á Kjarvalsstöðum appeared first on sím.