Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Ályktun aðalfundar SÍM 13. apríl 2019 Vegna nýs málverkafölsunarmáls

$
0
0

Fundurinn samþykkir eftirfarandi áskorun:

Aðalfundur Sambands íslenskra myndlistarmanna skorar á viðkomandi stjórnvöld að sjá til þess að farið verði með nýtt málverkafölsunarmál, sem upp kom á dögunum, sem sakamál. 

Jafnframt er farið þess á leit við yfirvöld að þau sjái til þess að ýtarleg rannsókn verði gerð á verkum látinna myndlistarmanna þegar rökstuddur grunur er að um falsanir sé að ræða.

Enn fremur skorar aðalfundur SÍM á stjórnvöld að beita ströngum viðurlögum þegar um refsivert athæfi er að ræða. Skal í þeim tilvikum beita þungum refsingum, háum fjársektum og að fölsuðum listaverkum verði fargað.

Í þeim tilfellum sem einkaaðilar hafi verið blekktir til að kaupa fölsuð verk, skuli fölsuðu verkin innkölluð, og geranda (falsara/miðlara) gert að endurgreiða kaupanda kaupverðið og annan kostnað sem kaupandi kann að hafa innt af hendi vegna fölsunarinnar, og skal falsaða verkinu fargað á óyggjandi hátt.

Reykjavík 13. apríl 2019

The post Ályktun aðalfundar SÍM 13. apríl 2019 Vegna nýs málverkafölsunarmáls appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356