Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Networking and Chilling 17 apríl til 19 maí Harbinger, Freyjugötu 1

$
0
0

Á miðvikudaginn næsta fer af stað myndlistarviðburðurinn Networking and Chilling í Harbinger á Freyjugötu 1. Hann samanstendur af 12 sýningum og viðburðum eftir 12 mismunandi myndlistarmenn, sem alls standa yfir í einn mánuð.

Networking and Chilling er nokkurskonar raðstefnumót listamanna við rýmið. Sýningarröðin er með óhefðbundnu sniði þar sem hver listamaður fær aðeins einn dag til að sýna í rýminu. Á þriggja daga fresti verður ný sýning opnuð en hver listamaður ræður opnunartímanum, einn listamannanna ætlar t.d. einungis að hafa rýmið opið í 45 mínútur!

Listamönnunum eru ekki sett neinar skorður um það sem á sér stað í rýminu á sýningardag. Það eina sem bindur sýningarnar saman er orðalisti með um 100 tilviljunarkenndum hlutum sem listamennirnir voru beðnir um að nota, einn eða fleiri, í sýningunni. Þar koma m.a. við sögu töfrasprotar, borðspil og vígt vatn!

Listamennirnir munu koma til með að nota sitt stefnumót við rýmið á ólíkan hátt. Einn ætlar t.d. að breyta rýminu í tímabundna biðstofu og verður sýningin þann dag opin frá 9 – 5. Annar býður móður sinni að leiða gjörning með heimasmíðaðri tattúvél. Enn annar býr til ísskúlptúr úr grænum baunum, svo eitthvað sé nefnt.

Listamennirnir sem taka þátt er:

17. apríl – Arnar Ásgeirsson
20. apríl – Gígja Jónsdóttir 
23. apríl – Sophie Durand 
26. apríl – Anna Andrea Winther 
29. apríl – Unnar Örn 
2. maí – Ingibjörg Sigurjónsdóttir 
5. maí – Sigrún Gyða Sveinsdóttir 
8. maí – Art Studio Art Collective
11. maí – Andri Björgvinsson
14. maí – Ágústa Gunnarsdottir 
16. maí – Hildigunnur Birgisdóttir 
18. maí – Hekla Dögg Jónsdóttir 
 

Networking and Chilling er sýningastýrt af Kristínu Helgu Ríkharðsdóttur, Rúnari Erni Marinóssyni, Unu Björg Magnúsdóttur og Veigari Ölni Gunnarssyni. Sýningin er hluti af sýningaröðinni Rólegt og Rómantískt sem samanstendur af sex sýningum á sex mánuðum í Harbinger fyrri hluta árs 2019. 
 

Rólegt og Rómantískt er styrkt af Myndlistarsjóði. Networking and Chilling er styrkt af Myndstef. Harbinger er styrkt af Reykjavíkurborg.

Harbinger er virkt listamannarekið sýningarrými sem hefur fest sig í sessi síðustu fjögur ár í listalífi Reykjavíkur

The post Networking and Chilling 17 apríl til 19 maí Harbinger, Freyjugötu 1 appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356