Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Íslandsvitinn lýsir á ný

$
0
0

Árið 2019 er ár listar í almannarými hjá Listasafni Reykjavíkur.

Markmið safnsins er að beina sjónum manna að þeim listaverkum sem við njótum sem hluta af daglegu lífi. Í tilefni af því verða birtar myndir og upplýsingar á Facebook og Instagram síðum safnsins um eitt útilistaverk í viku hverri undir myllumerkjunum #listaverkvikunnar og #artworkoftheweek.

Fyrsta útilistaverk vikunnar er Íslandsvitinn eftir Claudio Parmiggiani. Vegfarendur sem fara um þjóðveg 1 við Sandskeið sjá nú að vitinn lýsir á ný eftir endurbætur á ljósgafa verksins. Tækifæri var nýtt til að skipta yfir í LED tækni sem verður endingarbetri og sparneytnari.

Umhverfislistaverkið Íslandsvitinn var sett upp á Sandskeiði á Hellisheiði á vegum Reykjavíkurborgar í tilefni þess að hún var valin ein af menningarborgum Evrópu árið 2000. Um er að ræða vita, sem ólíkt öðrum vitum stendur inni í landi úr augsýn sjófarenda og jafnframt utan byggðar og alfaraleiða. Hann lýsir stöðugu og viðvarandi ljósi dag og nótt sem beinist í höfuðáttirnar fjórar. Vitinn er hálfgerð þverstæða þar sem hann þjónar ekki hlutverki sínu nema þar sem fólk sér til hans. Listamaðurinn, sem hefur áður reist verk úr alfaraleið í öðrum löndum, sagði í viðtali: „Skáldskapurinn og andspyrna verksins felst í fjarverunni.“

The post Íslandsvitinn lýsir á ný appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356