Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Kallað eftir umsóknum um dvöl í gestavinnustofu í Vantaa í Finnlandi

$
0
0

SÍM auglýsir eftir umsóknum frá félagsmönnum sem hafa áhuga á að dvelja í gestavinnustofu í borginni Vantaa í Finnland í júní 2019

Umsóknafrestur er til 1.apríl 2019

 

Gestavinnustofuskipti milli SÍM og Vantaa Artists’ Association í Finnlandi:

SÍM félaga er boðið að dvelja í einn mánuð í júní 2019 og kemur finnskur myndlistarmaður í staðinn og dvelur í einn mánuð í gestavinnustofu SÍM á Korpúlfsstöðum í ágúst.

Dvalargjald er ekkert og listamaður fær 500 EUR í dvalarstyrk.

Hægt er að sækja um ferðastyrki hjá Myndstef og sömuleiðis hjá KKNORD:
www.nordiskkulturkontakt.org/en/grants/about-the-grant-programmes/mobility-funding/

Hús Gjutars er í borginni Vantaa, nálægt Helsinki, en hún er fjórða stærsta borgin í Finnlandi.  Gestavinnustofan er staðsett í gömlu húsi í miðri Vantaa.

Gestavinnustofan er á efri hæðinni og er með sér svölum.

Svefnherbergið er um 15 m2 á stærð. Í íbúðinni er ísskápur, eldavél, eldhúsáhöld og grunn-matvörur. Á baðherberginu er sturta og þvottavél. Þráðlaust net.

Vinnustofan er 22 m2 og er einnig á efri hæðinni. Gestalistamenn hafa aðgang að hjóli, en stutt er í lest og strætó.  Að sama skapi er stutt í verslunarmiðstöð.

Umsókn skal senda á application@sim.is

– ferilskrá
– 4 myndir af verkum
– stuttur texti um gestavinnustofu dvölina

www.vantaantaiteilijaseura.fi

The post Kallað eftir umsóknum um dvöl í gestavinnustofu í Vantaa í Finnlandi appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356