Straumar er verkefni sem aðstoðar unga listamenn, ættaða af Vestfjörðum, á aldrinum 20-35 ára, til að koma aftur heim til átthaga sinna og deila listsköpun sinni með heimamönnum.
Tilgangurinn með verkefninu er margþættur, að hvetja listamenn til að túlka uppruna sinn í verkum sínum, að átta sig á því hvers vegna þeir fluttu burt og togstreitunni á milli heimahaganna og hins stóra heims.

Verkefnið er ætlað fólki á aldrinum 20-35 ára sem hefur lokið viðurkenndu listnámi, starfar sem listamenn eða stundar nám sem mun leiða til viðurkenndrar prófgráðu í listum, hönnun og skapandi greinum.
Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar
Umsóknarfrestur rennur úr kl. 16:00 mánudaginn 18. mars 2019
The post Vestfjarðastofa: Straumar – kallað eftir styrkumsóknum appeared first on sím.