Muggur auglýsir eftir umsóknum í sjóðinn,vegna verkefna sem hefjast á tímabilinu 1. mars – 31. ágúst 2019.
Muggur er sjóður sem Menningarmálanefnd Reykjavíkur, SÍM ogMyndstef stofnuðu árið 2004 og er SÍM umsjónaraðili sjóðsins.
Hlutverk sjóðsins er að styrkja myndlistarmenn tiltímabundinnar dvalar erlendis vegna sýningar, vinnustofu eða annars sambærilegs myndlistarverkefnis.
Með þeim hætti er sjóðnum ætlað að efla myndlistarstarf íReykjavík og styrkja ímynd Reykjavíkurborgar sem framsækinnar menningarborgar á heimsvísu.
Veittir eru styrkir til dvalar erlendis vegna:
- Myndlistarsýningar
- Vinnustofudvalar / þátttöku í verkstæði
- Annara myndlistarverkefna
Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 2019, umsóknarfrestur er til miðnættis þann dag sem auglýstur er.
The post MUGGUR AUGLÝSIR EFTIR UMSÓKNUM Í SJÓÐINN appeared first on sím.