Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Tvöföld sýningaropnun í Nýlistasafninu: Kolbeinn Hugi og Bjarki Bragason

$
0
0

Kolbeinn Hugi: Cryptopia One: A Beginning Is A Very Delicate Time

Bjarki Bragason: ÞRJÚÞÚSUND OG NÍU ÁR

17. 01.19 kl. 18-20


Fimmtudaginn 17. janúar næstkomandi opna tvær fyrstu sýningar ársins í Nýlistasafninu. Einkasýningar listamannanna Kolbeins Huga og Bjarka Bragasonar sem báðar eru staðsettar í sýningarsal Nýlistasafnsins í Marshallhúsinu og bergmála sín á milli. Báðar rannsaka þær samband okkar við umhverfið, fólk og hluti í fortíð og nútíð en listamennirnir nálgast viðfangsefnið út frá ólíkum sjónarhornum og aðferðum.


Með sýningunni ÞRJÚÞÚSUND OG NÍU ÁR glímir Bjarki Bragason við áhrif nærumhverfisins á hann sjálfan, og aðra, á nánast umhverfisfræðilegan hátt meðan Kolbeinn Hugi nýtir sér framúrstefnu og vísindaskáldskap til að fletta dulunni af mögulegri framtíð með Cryptopia One: A Beginning Is A Very Delicate Time. Þannig hvíslast verk beggja listamanna á um mismunandi tíma og leiðir til að tengja við og reyna að skilja þann heim sem umlykur okkur. Í gegnum tíðina hafa leiðir þeirra Kolbeins Huga og Bjarka Bragasonar títt legið saman en þetta er í fyrsta sinn sem þeir opna samhliða sýningar í sama rýminu. Opnunin hefst kl. 18 og eru allir velkomnir.

The post Tvöföld sýningaropnun í Nýlistasafninu: Kolbeinn Hugi og Bjarki Bragason appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356