Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Desiring Solid Things: sýning og listamannaspjall

$
0
0

Verið hjartanlega velkomin á listamannaspjall laugardaginn 12. janúar kl. 14. Sirra Sigrún Sigurðardóttir leiðir spjall listamannanna Elísabetar Brynhildardóttur og Selmu Hreggviðsdóttur um sýningu þeirra Desiring Solid Things sem nú stendur yfir í Kling & Bang. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.

Um sýninguna 
Ummyndun mannsins á efninu og tilraunir hans til að ná völdum á því er ein af grunn skilgreiningum mannsins á sjálfum sér, en hvaða tilfinningar liggja að baki, hvernig eru þessar tilfinningar og hvaða yfirburðar tilhneigingar eru þetta? Á þessari metnaðarfullu sýningu beina listamennirnir ljósum sínum að þránni, lönguninni og þeim flóknu tilfinningum sem manneskjan hefur til hlutarins og efnisins. Elísabet og Selma hafa um langt skeið unnið saman bæði að sýningum, útgáfum og öðrum myndlistartengdum verkefnum.
Sýningin hlaut styrk úr Myndlistarsjóði.

The post Desiring Solid Things: sýning og listamannaspjall appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356