Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Éttu eða vertu étinn

$
0
0

Hjálmar Vestergaard Guðmundsson opnaði málverkasýninguna „Éttu eða vertu étinn“ í Gallerý Port, laugardaginn 5. janúar síðastliðinn.

Hjálmar skapar lítríkan og lífrænan myndheim með vísanir og tengingar við ýmis vísindi og fræði, náttúruna, mannkynssöguna og listsöguleg fyrirbæri og hugmyndir. Hjálmar hefur þróað sérstaka tækni þar sem hann beitir ýmsum efnum og aðferðum til að hafa áhrif á ásýnd málningarinnar. 

Hjálmar(f. 1989) útskrifaðist með BA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2016. Hann hefur tekið þátt í fjölda listviðburða og samsýninga. „Éttu eða vertu étinn“ er hans fyrsta einkasýning þar sem hann sýnir einungis málverk og er jafnframt hans fyrsta einkasýning eftir útskrift.   

The post Éttu eða vertu étinn appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356