Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Pálína Guðmundsdóttir sýnir í SÍM salnum.

$
0
0

Við minnum á fallegu sýninguna hennar Pálinu Guðmundsdóttur sem nú er til sýnis í SÍM salnum í Hafnarstræti 16.
Sýningin er opin alla virka daga á skrifstofutíma frá kl. 10-16 en lokað um helgar. Síðasti dagur sýningarinnar er 27. október.

Verkin á sýningunni vann Pálína í Berlín 2014. Um er að ræða bæði olíumálverk og vatnslitamyndir. Verkin á sýningunni eru bæði af andlitum og óhlutbundin verk, einskonar borgarlandslag. Það sem tengir verkin saman er skynjun á umhverfinu annars vegar í andlitum og hins vegar í óhlutbundnum myndum sem tjá borgarstemminguna eins og hún birtist manni á flegiferð í lestum þegar augað nemur ekkert nema birtu, liti og óreiðu. Aðalatriðið er krafturinn sem bý í litunum og samsetningu þeirra ásamt áferð hans. Til að liturinn njóti sín sem best er öll teikning höfð í lámarki.
Pálína nam myndlist í Hollandi fyrst í Aki, Enschede og svo framhaldsnám í Jan van Eyck akademíunni í Maastrich, þaðan sem hún útskrifaðist 1989. Hún hefur verið starfandi myndlistarmaður síðan og haldið fjölda sýninga og skipulagt margar sýningar og viðburði, rekið listagallerí ásamt eiginmanninum og kennt og skrifað um myndlist. Hún tók þátt í sýningunni Nýmálað 1 í Hafnarhúsinu á þessu ári.

Innilega velkomin á þessa fallegu sýningu, við hlökkum til að sjá sem flesta!

https://www.facebook.com/events/1640219982904539/


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356