(ENGLISH BELOW)
Síðustu sýningardagar: Alls konar landslag
Til sýnis eru málverk eftir Nínu Tryggvadóttur (1913-1968) og Gunnlaug Scheving (1904-1972).
„Allt frá upphafi myndlistar hefur landslag og náttúra veitt myndlistarmönnum innblástur. Nína Tryggvadóttir (1913-1968) og Gunnlaugur Scheving (1904-1972) eru þar engin undantekning. Þrátt fyrir að lykilverk þeirra á sýningunni „Alls konar landslag”, Síldarbátur eftir Gunnlaug og Eyðimörk eftir Nínu, séu ekki dæmi um hefðbundin landslagsmálverk eru þau einhvers konar niðurstaða beggja listamanna eftir áralanga þróun og tilraunir þeirra. Hvorki Gunnlaugur né Nína bundu sig við einn miðil; öll verkin hér eiga þó sameiginlegt að vera í tvívídd en aðferðirnar þó mismunandi, allt frá hefðbundnu málverki, til samklippis og þrykks og skissa.”
Sýningarstjóri Oddný Björk Daníelsdóttir
Sýningin er opin þri-lau, 15:00-18:00, Bistróið er opið lengur. Lokað sun og mán.
Last exhibition days: All Kinds of Landscapes
On exhibition are paintings by Nína Tryggvadóttir (1913-1968) and Gunnlaugur Scheving (1904-1972).
“Landscape and nature has always been an inspiration for artists. Icelandic artists Nína Tryggvadóttir (1913-1968) and Gunnlaugur Scheving (1904-1972) are no exception from that tradition. Even though their key works in the exhibition “All Kinds of Landscapes”, Síldarbátur (e. Herringboat) by Gunnlaugur and Eyðimörk (e. Desert) by Nína, are not conventional landscape paintings they do present a kind of a conclusion of these two artists’ development and experiments through the years.”
Curated by Oddný Björk Daníelsdóttir
Collaborators: the National Gallery of Iceland, Landsbankinn, Reykjavík Art Museum and Arion Bank.
The gallery is open Tue-Sat from 15.00-18.00, the Bistro will be open longer. Closed Sun and Mon.

The post Skaftfell: Síðustu sýningardagar: Alls konar landslag / Last days of exhibition: All Kinds of Landscapes appeared first on sím.