Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Skúlptur sýning Korkimon í listhúsi Ófeigs

$
0
0

Skúlptur sýning Korkimon (Melkorku Katrínar Tómasdóttur) í listhúsi Ófeigs Skólavörðustíg 5

Opnun laugardaginn 29. sept. kl 16:00- 18:00 hún stendur til 24 okt.
Sýningin verður opin á verslunartíma.

Korkimon opnar skúlptúrs sýningu hjá Ófeigi gullsmið við Skólavörðustíg 5 laugardaginn 29. september, í beinu framhaldi af sýningu myndlistarmannsins Daníels Magnússonar. Melkorka Katrín fæddist í Reykjavík árið 1995 en bjó í New York frá tólf ára aldri. Vorið 2017 útskrifaðist hún úr háskólanum Sarah Lawrence College í New York með sérhæfingu í myndlist og listasögu. Eftir útskriftina 2017 flutti Melkorka til Íslands og hefur starfað sem listrænn markaðsstjórnandi hjá netversluninni BOXIÐ.is síðan þá ásamt því að sinna listinni.

Nafnið Korkimon varð til þegar Melkorka var um það bil 11 ára. Hún hafði sérstakan áhuga á Pokémon þáttunum og karakterum (Pikachu var í uppáhaldi) og byrjuðu systkini hennar að blanda saman gælunafninu hennar, Korka, við Pokémon og úr varð Korkímon sem seinna einfaldaðist í Korkimon aðallega af sökum internetsins, þar sem hún gat ekki innifalið stafinn ‘í’ í notendanafninu Korkimon.

Sýningin Korkimon hjá Ófeigi er skúlptúrs-sýning, en þetta er fyrsta sýning sem Korkimon heldur aðeins með skúlptúra til sýnis. Aðallega vinnur listakonan í tvívíddar verkum, teikningum, klippimyndum, og prentverkum. Seinasta einkasýning Korkimon var haldin í Kjallaranum í Geysi Heima síðastliðinn mars, en þar sýndi hún seríu af teikningum og fimm skúlptúra. Nú fá nýfæddu skúltúrarnir að skína hjá Ófeigi.

Tilgangurinn í skúlptúrunum er ekki endilega neinn, en hvers vegna þarf alltaf að vera gagn af hlutum? “Mér fannst svolítið sniðugt og “cheeky” að setja eitt hjól undir af því að þá er ekki séns að [skúlpturinn] geti staðið” sagði listakonan í viðtali við Menninguna á RÚV um verkið “My First Born” (2016). Nýtt líf fæðist og loksins hefur Korkimon afsökun fyrir því að geyma allt og henda engu. Verkin bera titla–m.a. “Glucose Guardian” og “Marineruð af tannkremsfóbíu”– sem ríma við sköpunarstíl hennar; hvatvísi og röð mistaka með skipulögðum hætti. Sem leikmaður á velli samfélagsins hefur Korkimon alltaf verið smeyk við að vera skömmuð vegna óhlýðnis: “En svo bara einn daginn rann það upp fyrir mér að það er ég sem bý til reglurnar hér og ég get ekki óhlýðnast neinum, það er enginn skammarkrókur inni á vinnustofunni minni”.

Hægt er að skoða verk Korkimon á heimasíðu hennar, www.korkimon.com, eða á Instagram www.instagram.com/korkimon

Veitingar í boði Vífilfells verða í boði fyrir fyrstu gesti.

The post Skúlptur sýning Korkimon í listhúsi Ófeigs appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356