Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Haraldur Karlsson sýnir “Innviðir heilans”/ Brain (2014 – 2067) í Leifsstöð

$
0
0

Haraldur Karlsson

Innviðir heilans / Brain (2014-2067)

Ljósa- og vídeósýning í Leifsstöð

30. ágúst – 10. október 2018

Fimmtudaginn 30. ágúst verður kveikt á ljósa- og videóverkinu Innviðir heilans sem myndlistarmaðurinn Haraldur Karlsson hefur útfært sérstaklega fyrir flugstöð Leifs Eiríkssonar í Keflavík. Sýning Haraldar er sú þriðja og síðasta í sýningarröð sem Kristín Scheving, myndlistarmaður og sýningarstjóri, hefur stýrt í flugstöðinni að boði Isavia. Aðrir sem sýnt hafa verk á þessu ári eru Sigrún Harðardóttir og Ásdís Sif Gunnarsdóttir. Sýningarnar eru tilraunaverkefni þar sem gestum flugstöðvarinnar er veitt ný upplifun í gegnum tilraunir ólíkra listamanna með ljós og vídeó. Í verkum þeirra birtast mismunandi möguleikar hreyfimynda sem eiga sérstaklega vel í því millibilsástandi sem einkennir alþjóðlega flugvelli.

Innviðir heilans (2014-2067) er ljósa- og vídeóverk sem Haraldur Karlsson hefur útfært sérstaklega fyrir flugstöðina. Verkið samanstendur af vídeói, sem er sýnt á skjá í miðrými byggingarinnar, í samtali við ljósabúnaðinn í loftinu þar sem Haraldur hefur endurhannað litaflæði og hreyfingu ljósanna.

Í verkinu gerir nútímatæknin okkur kleift að fara í ljóðræna skoðunarferð um þetta stórmerkilega líffæri, heilann. Vídeóverkið á skjánum byggir efnislega á formum heilans. Áhorfandinn er leiddur inn í dýpstu kima heilans þar sem upplýsingar um umheiminn eru teknar inn í gegnum taugarkerfið og færðar yfir í þekkingu og vitund. Ljósaverkið, hins vegar, byggir á vinnslu hugans og vangaveltum um eðli hugsunarinnar. Hugsanamynstrum, rafstormum og efnahvörfum er umbreytt yfir í margvísleg form, fleti, ljós og hreyfingar. Með verkinu kannar Haraldur mörk þess kunnuglega en jafnframt framandi heims sem býr innra með okkur öllum.

Haraldur Karlsson (f. 1967) hefur sérhæft sig í tilraunakenndri vídeólist síðastliðna tvo áratugi. Hann er með próf í fjöltækni frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands og BA-próf í nýjum miðlum frá AKI ArtEZ Academie voor Art & Industry í Enschede í Hollandi. Hann lærði hljóðhönnun við Royal Conservatory í Hague. Á árunum 1999–2009 var Haraldur forstöðumaður og kennari í tón- og vídeóveri Listaháskóla Íslands. Haraldur býr og starfar í Osló, en hann hefur haldið fjölda sýninga, gjörninga og fyrirlestra bæði á Íslandi og erlendis.

Nánari upplýsingar um Harald Karlsson má finna hér: http://haraldur.net/

https://www.isavia.is/keflavikurflugvollur/um-kef/menning-og-listaverk

Sýningarstjórn: Kristín Scheving

Textaskrif: Erin Honeycutt

Ráðgjöf: Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir

The post Haraldur Karlsson sýnir “Innviðir heilans”/ Brain (2014 – 2067) í Leifsstöð appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356