|
|
|
Innrás III: Leiðsögn listamanns
|
|
|
Leiðsögn með Matthíasi Rúnari Sigurðssyni um sýninguna Innrás III. Matthías Rúnar Sigurðsson vinnur meðal annars höggmyndir í stein. Klassísk handverksnotkun hans kallast skemmtilega á við verk Ásmundar Sveinssonar og er fróðlegt að sjá ungan og upprennandi myndhöggvara sýna verk sín í samhengi Ásmundarsafns. Árið 2018 eru fyrirhugaðar fjórar innrásir inn í sýninguna List fyrir fólkið, þar sem völdum verkum Ásmundar er skipt út fyrir verk starfandi listamanna. Fjórum listamönnum hefur verið boðið að setja upp verk sín á sýningunni í einkasamtali við verk Ásmundar. Það eru Guðmundur Thoroddsen, Hrafnhildur Arnardóttir/Shoplifter, Margrét Helga Sesseljudóttir og Matthías Rúnar Sigurðsson. Öll vinna þau skúlptúra í ólík efni og veita verk þeirra áhugaverða sýn á þróun þrívíðrar myndlistar, efnisval og viðfangsefni. Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur. |
The post Innrás III: Leiðsögn listamanns 02.09. í Ásmundarsafni appeared first on sím.