Sýning Báru Bjarnadóttur ‘Það er nóg af tíma í sólarhringsopnun’ opnaði laugardaginn 25. ágúst og stendur til sunnudagsins 2. september, en þá verður einnig haldið listamannaspjall.
Stöðugar rannsóknir á efnivið og flettingar í fræðiritum eru drifkraftur í verkum Báru. Þessar rannsóknir tvinnar hún saman við uppákomur í daglegu lífi sínu og fréttir úr fjölmiðlum sem fanga athygli hennar. Viðfangsefni verkanna eru oftar en ekki tengd FOMO, hlutbundinni verufræði, manngerðri náttúru og fjöldaframleiðslu. Í verkum sínum í Harbinger fæst Bára við fyrirbærið tíma og mismunandi birtingarmyndir hans í nútímasamfélagi.
Bára Bjarnadóttir (1991) býr og starfar í Reykjavík. Vorið 2017 útskrifaðist Bára úr Myndlistardeild Listaháskóla Íslands með BA gráðu. Vorið 2016 sótti hún InSitu deild Royal Academy, Antwerp í skiptinámi og 2013-2014 lærði hún í Gerrit Rietveld Academie.
Sýningin er hluti af sýningaröðinni “Við endimörk alvarleikans”. Sýningarstjórar eru Steinunn Önnudóttir og Halla Hannesdóttir og er sýningaröðin styrkt af Myndlistarsjóði.
The post Bára Bjarnadóttir — Við endimörk alvarleikans appeared first on sím.