Svartmálmur, ný sýning í Skoti Ljósmyndasafns Reykjavíkur
SVARTMÁLMUR er yfirskrift nýrrar sýningar í Skoti Ljósmyndasafns Reykjavíkur sem opnuð verður fimmtudaginn 31. maí kl. 17. Ljósmyndir á sýningunni eru eftir Hafstein Viðar Ársælsson sem verður með þungarokksgjörning á opnuninni.
Undanfarin þrjú ár hefur Hafsteinn Viðar Ársælsson markvisst ljósmyndað “black metal” eða svartmálms senuna á Íslandi undir dulnefninu „Verði Ljós“.
Heimurinn í kringum þessa tónlistarstefnu virkar á marga sem óaðgengilegur og dularfullur og er því mjög áhugavert fyrir almenning að fá innsýn inn hann. Svartmálmur gegnir lykilhlutverki í landslagi neðanjarðartónlistar og nýtur vinsælda víða um heim. Þrátt fyrir landfræðilega einangrun hefur svartmálmstónlist blómstrað á Íslandi síðastliðinn áratug og klifið upp metorðastigann erlendis. Má þar vafalaust þakka þekktum íslenskum svartmálms tónlistarútgáfufyrirtækjum, hátíðum á borð við Eistnaflug og Oration og einnig alþjóðlega þekktum hljómsveitum sem hafa borið hróður þessarar tónlistar víða.
Á sýningunni eru meðal annars að finna myndir sem teknar eru undir formerkjum skrásetningar og skáldskapar af hljómsveitum eins og Mismþyrmingu, Nöðru, Nyiþ, Sinmara, Svartadauða og Wormlust, sólóverkefni ljósmyndarans sjálfs.
Á meðan sýningu stendur verður til sölu í safnbúð safnsins samnefnd bók sem komin er út, en hún hefur nú þegar fengið mikla umfjöllun í erlendum miðlum og viðtöl birst við Hafstein Viðar í blöðum á borð við Washington Post og í þungarokks tónlistartímaritunum Revolver og Kerrang. Einnig hefur hún hlotið umfjöllun í British Photo Journal.
Hafsteinn Viðar stundaði nám við Ljósmyndaskólann á árunum 2014-2017.
Bestu kveðjur,
Guðrún Helga Stefánsdóttir
Kynningar- og markaðsstjóri
+354- 411-6343 / 899-6077
gudrun.helga.stefansdottir@reykjavik.is
The post Svartmálmur, ný sýning í Skoti Ljósmyndasafns Reykjavíkur appeared first on sím.