HönnunarMars fer fram í tíunda sinn dagana 15. – 18. mars 2018. Á HönnunarMars er hönnun kynnt sem atvinnugrein sem byggir á traustum grunni og gegnir veigamiklu hlutverki í samtímanum. Á meðal viðburða ár hvert eru sýningar, fyrirlestrar, uppákomur og innsetningar.
Dagskrá hátíðarinnar er aðgengileg á www.honnunarmars.is, en þar kennir ýmissa spennandi grasa og er vorboðinn ljúfi sérlega heillandi í ár, enda afmæli í vændum!
Dagskrárit HönnunarMars verður með breyttu sniði í ár þar sem það er í umsjón HA, tímarits um hönnun og arkitektúr á Íslandi.
HA sérrit um HönnunarMars kemur út á morgun, föstudaginn 9. mars og mun fjalla um helstu viðburði á HönnunarMars. Þangað til er hægt að lesa um allar sýningar og viðburði á netinu, skipuleggja sig og hlakka til!
Smelltu hér til að skoða dagskrá HönnunarMars 2018
The post HA sérrit um HönnunarMars kemur út á morgun appeared first on sím.