Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Opnun sýningar Margrétar Zóphóníasdóttur í Gallerí Gróttu 08.03.

$
0
0

Hjartanlega velkomin á opnun sýningar Margrétar Zóphóníasdóttur myndlistarkonu í Gallerí Gróttu fimmtudaginn 8. Mars kl. 17:00

Margrét Zóphóníasdóttir lærði í Danmarks Lærerhøjskole 2000-2001, Danmarks Designskole 1977-1981 og í Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1975-1977 auk þess sem hún hefur sótt fjölda námskeiða og ráðstefna víða um heim í tengslum við myndlist.

Margrét hefur haldið bæði einka- og samsýningar m.a. í Nýlistasafninu, Norræna húsinu, Ásmundarsal, Gerðubergi og á Kjarvalsstöðum.

Hún hefur kennt í myndlistarskólum í Danmörku og á Íslandi auk þess sem Margrét hefur hlotið styrki frá Myndstef og Menntamálaráðuneytinu.

Myndefni sýningarinnar sem stendur til 8. apríl, samanstanda af ýmsum minningum listamannsins og eru málverkin öll unnin með olíu á striga.

Gallerí Grótta er inn af Bókasafni Seltjarnarness á 2. hæð á Eiðistorgi fyrir ofan Hagkaup og inngangur er bæði þeim megin sem og frá Eiðistorginu sjálfu nálægt Vínbúðinni.

The post Opnun sýningar Margrétar Zóphóníasdóttur í Gallerí Gróttu 08.03. appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356