Tilnefning til listamanns Listar án landamæra 2018
Listahátíðin List án landamæra óskar eftir tilnefningum að listmanni hátíðarinnar 2018.
Verk eftir listamann hátíðarinnar munu prýða allt markaðsefni hátíðarinnar árið 2018 og lögð verður sérstök áhersla á verk listamannsins á hátíðinni yfir árið. Tilnefningar og ábendingar sendist í tölvupóst á listanlandamaera@gmail.com fyrir miðvikudaginn 10. janúar 2018.
Með tilnefningunni skulu fylgja eftirfarandi gögn:
– A.m.k. fjórar myndir af verkum eftir listamanninn
– Ferilskrá sem rekur fyrri sýningar og listræn störf
-Nafn, símanúmer og netfang hjá listamanninum og þeim sem tilnefnir.
Athugið að tilnefna má listamenn úr öllum listgreinum, hvort heldur sem er myndlist, ritlist, leiklist, dansi, hönnun o.s.frv. Allir geta tilnefnt listmann.
Listamaður hátíðarinnar 2017 var GÍA – Gígja Guðfinna Thoroddsen. Verk hennar prýddu markaðsefni hátíðarinnar. Að auki hélt hún þrjár einkasýningar og verk hennar birtust á prenti.
The post List án landamæra óskar eftir tilnefningum appeared first on sím.