Kling & Bang hefur frá opnun sinni í Marshallhúsinu boðið listamönnum, sem í galleríinu sýna, að búa til prentverk sem eru til sölu í galleríinu eftir að sýningu lýkur á hagstæðu verði.
Listamenn sem nú eiga verk í þessari seríu eru David Horvitz, Hulda Vilhjálmsdóttir og Leifur Ýmir Eyjólfsson. Eins eigum við nokkur fágæt Gelitin prent frá árinu 2006.
Verkin eru öll árituð af listamönnunum, í takmörkuðu upplagi og tilbúin til afhendingar.
Kling & Bang er opið miðvikudaga til sunnudaga 12-18, fimmtudaga til kl 21. Lokað mánudaga og þriðjudaga. Við hvetjum fólk til að koma við á aðventunni og kynna sér þessi frábæru verk.
The post Úrval prentverka fáanleg í Kling & Bang appeared first on sím.