Leiðsögn og smiðja fyrir fjölskyldur
Sunnudag 5. nóvember kl. 14.00 í Hafnarhúsi |
Leiðsögn um sýninguna Því meira því fegurra auk smiðju fyrir fjölskyldur. Þátttakendur vinna saman klippimynd með aðferðum sem Erró notar í sinni listsköpun. Afraksturinn verður til sýnis á safninu í framhaldi smiðjunnar. Á þessari sýningu er varpað sérstöku ljósi á verk Errós sem byggjast á ofgnótt og ofmettun. Slík myndgerð hefur alla tíð verið mikilvægur þáttur í listsköpun hans og má rekja aftur til ungdómsverka hans. Meira en þrjátíu verk úr Errósafni Listasafns Reykjavíkur – málverk, klippimyndir og kvikmyndir – sýna hvernig listamaðurinn skapar flóknar og hlaðnar myndbyggingar, sem miðla myndefni tengdu stjórnmálum, vísindum, skáldskap og listasögu. Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur. |
MYND |
The post Leiðsögn og smiðja fyrir fjölskyldur, sunnudag 5. nóvember kl. 14.00 í Hafnarhúsi appeared first on sím.