Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Listasafn Reykjanesbæjar: Helgi Hjaltalín Eyjólfsson, síðasta sýningarhelgi

$
0
0

Mjög góðar Horfur

Ljósanætursýningu Listasafns Reykjanesbæjar lýkur

 

Á sunnudag lýkur sýningunni Horfur sem opnuð var í sýningarsal safnsins í Duus Safnahúsum á Ljósanótt. Um er að ræða einkasýningu Helga Hjaltalín Eyjólfssonar sem hefur verið verið virkur í sýningarhaldi jafnt hér heima sem erlendis síðan á námsárunum.

Á sýningunni reynir (jaðarsettur) miðaldra kalmaður staðsettur í Höfnum, að útskýra fyrir sér ástand heimsins og hverjar horfunar séu. Í gegnum miðla myndlistarinnar þreifar hann á og gerir tilraun til að skilja og læra meira um þessa veröld sem við byggjum.

Helgi Þorgils Friðjónsson skrifar í sýningarskrá og segir m.a.: „Þrátt fyrir fegurðina og drifkraftinn og framtíðarsýnina, jafn undarlegt og það virðist, er líka undirliggjandi ógn. Ekki á þessum stað sýnist mér, en í röngu samhengi, eins og sagan sýnir, geta jafnvel fegurstu hugmyndir orðið ógnvekjandi. Jafnvel frelsishugmyndir er hægt að steypa í sjálfhverft fast mót. Frelsi, jafnrétti og bræðralag, getur verið steypt í mót sérhópa. Þarna einhvers staðar er gegnumgangandi þráður í verkum Helga. Kyrrstaða milli ógnar, sögu og fegurðar.“

 

Sýningin er opin alla daga frá kl. 12-17.

The post Listasafn Reykjanesbæjar: Helgi Hjaltalín Eyjólfsson, síðasta sýningarhelgi appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356