Bláklædda konan
Fimmtudaginn 26. október kl. 12:00
Minjar og saga efna til hádegisfundar í Þjóðminjasafni Íslands þar sem Joe W. Walser III mannabeinafræðingur fjallar um rannsóknir vísindamanna á beinum og gripum landnámskonu sem fannst árið 1938 í gröf á Austurlandi. Rannsóknirnar hafa meðal annars veitt upplýsingar um aldur konunnar, klæðaburð hennar og hvaðan hún kom.
Að loknum fyrirlestri og umræðum mun fyrirlesari veita leiðsögn um sýningu á safninu sem ber sömu yfirskrift og fyrirlesturinn.
Allt áhugafólk velkomið!
Minjar og saga, vinafélag Þjóðminjasafnsins, hefur starfað frá árinu 1988. Markmið þess er að styrkja starfsemi Þjóðminjasafnsins á ýmsan hátt og vekja skilning á mikilvægi þess að vel sé búið að helsta menningarsögulega safni þjóðarinnar.
Hægt er að skrá sig í vinafélagið á heimasíðu Þjóðminjasafns Íslands með því að smella á hnappinn hér að neðan.
The post Bláklædda konan appeared first on sím.