Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Fyrirlestur í Snorrastofu

$
0
0

 

Snorrastofa, fyrirlestrar í héraði:  Siðbót sérvitringanna.

Þriðjudaginn 24. október 2017 kl. 20:30 í Bókhlöðu Snorrastofu
Dr. theol.
Gunnar Kristjánsson flytur

Snorrastofa og Reykholtskirkja bjóða til fyrirlestrar þriðjudaginn 24. október næstkomandi kl. 20:30 í Bókhlöðu Snorrastofu. Dr. theol. Gunnar Kristjánsson fjallar þar um þau merku tímamót, sem nú eru framundan innan siðbótarinnar og minnst er víða um heim, að Marteinn Lúther hengdi upp sínar frægu mótmælagreinar á kirkjuhurðina í Wittenberg í Þýskalandi 31. október 1517.

Í fyrirlestrinum leitar sr. Gunnar svara við því hvernig við metum sögu þeirra hugmynda og hugsjóna sem sáu fyrst dagsins ljós í framgöngu þeirra siðbótarmanna sem kenndu sig við Lúther og hver áhrif þeirra hafi verið um víðan heim.

Gunnar Kristjánsson fæddist á Seyðisfirði 18. jan. 1945. Lauk kandidatsprófi í guðfræði 1970 og mastersprófi í trúarheimspeki frá Boston háskóla 1971. Vígðist til Vallanessprestakalls haustið 1971 og þjónaði því kalli í fjögur ár. Þjónaði Reynivallaprestakalli 1978 – 2015 og var prófastur í Kjalarnessprófastsdæmi 1997 – 2015. Hann stundaði framhaldsnám við Ruhr-háskóla í Bochum í Þýskalandi og lauk þaðan doktorsprófi í guðfræði árið 1979. Gunnar hefur ritað fjölda ritgerða og greina um guðfræði, bókmenntir og myndlist og haldið fyrirlestra og erindi um sömu efni, bæði hérlendis og erlendis. Þá hefur hann annast útgáfur og þýðingar á mikilsverðum verkum guðfræðinnar auk þess að þýða sjálfur fjölda rita. Árið 2014 kom út bók hans um Lúther og siðbótina, Marteinn Lúther  – Svipmyndir úr siðbótarsögu. Nú vinnur hann að þýðingum á mörgum helstu ritum siðbótarmannsins sem gefin verða út í haust og í byrjun næsta árs.

 

Snorrastofa og Reykholtskirkja fagna þessum góða viðburði og að venju er boðið til kaffiveitinga og umræðna. Aðgangseyrir er kr. 500.

The post Fyrirlestur í Snorrastofu appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356