Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

SAGA –ÞEGAR MYNDIR TALA Listamannaspjall með Helga Þorglis Friðjónssyni sunnudaginn 30 ágúst kl. 14 í Listasafni Íslands.

$
0
0
Blue Music 2005

Blue Music 2005


SAGA –ÞEGAR MYNDIR TALA
LISTAMANNASPJALL  MEÐ HELGA ÞORGILS FRIÐJÓNSSYNI  SUNNUDAGINN 30. ÁGÚST KL 14.

Björg Erlingsdóttir verkefnastjóri fræðsludeildar, ræðir við Helga Þorgils Friðjónsson um verk hans á sýningunni SAGA – ÞEGAR MYNDIR TALA.
Sýningin opnaði 22.5.2015 og stendur til 6.9.2015 í Listasafni Íslands. Allir velkomnir!

Helgi Þorgils Friðjónsson nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1971-76 og stundaði framhaldsnám í Hollandi við De Vrjie Academie í Haag 1976-77 og Jan van Eyck Akademie í Maastricht 1977-79. Helgi Þorgils er í íslenskri myndlist einn helsti fulltrúi þeirrar hreyfingar er fram kom upp úr 1980 og kennd er við nýja málverkið. Í verkum hans er sterk listsöguleg skírskotun til barokk- og ítalskrar endurreisnar en einnig náið samband við eitt af meginþemum rómantískrar listar á 19. öldinni, samband manns og náttúru. Margþætt og ríkuleg frásögn mætir áhorfandanum á leiksviði sem er utanvið tíma og rúm, þar sem manninum eru engin takmörk sett.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356