Nýlistasafnið býður ykkur hjartanlega velkomin á opnun sýningar Joan Jonas í Nýlistasafninu, Does the Mirror Make the Picture, föstudaginn 6. október, milli klukkan 17.30 og 19.30.
Joan Jonas er jafnframt heiðurslistamaður Sequences myndlistarhátíða sem haldin verður í áttunda sinn í ár, víðsvegar um Reykjavík.
Gestum hátíðarinnar gefst einnig eintakt tækifæri til að sjá lifandi verk eftir Jonas, en hún mun flytja gjörninginn – Moving Off the Land, í Tjarnarbíói sunnudaginn 8. október kl. 20.00, í samstarfi við Maríu Huld Markan, tónskáld og tónlistarmann.
Hægt er að tryggja sér miða í gegnum tix.ix
Síðan á sjötta áratugnum hefur Joan Jonas (f. 1936, New York) skapað nýstárleg verk í marga miðla sem rannsaka tímatengt skipulag og pólitískt mikilvægi áhorfandans. Í verkum sínum blandar hún saman leikhúsi, dansi, hljóði, texta, teikningum, skúlptúr og vídeó/myndvörpun. Stoðir þeirra eru flöktandi sjálfsmyndir, frásagnartákn og -þræðir sem hafna þó línuleika fyrir hina tvíræðu og brotakenndu sögu.
Jonas er frumkvöðull á sviði vídeólistar. Hún notaði Portapak kvikmyndavélar árið 1970 til að kanna tilfærsluna frá myndavélinni til vörpuninnar yfir á líkamann og í hið lifandi rými. Í nýrri vídeóverkum, gjörningum og innsetningum hefur Jonas starfað með tónlistarmönnum og dönsurum, ásamt því að leita til bókmennta og goðsagna í marglaga rannsóknarvinnu sinni.
Á sýningu sinni í Nýlistasafninu mun Jonas sýna úrval verka frá mismunandi tímabilum ferils hennar – allt frá fyrstu vídeóverkunum Wind (1968) og Song Delay (1973), til nýrri listaverka, líkt og Stream or River or Flight or Pattern (2016/2017), sem hún vann á nýlegum ferðum sínum um Feneyjar, Singapore, Nova Scotia og Víetnam.
Sequences myndlistarhátíð er tíu daga tvíæringur sem haldin er í Reykjavík dagana 6.–15. október 2017. Hátíðin í ár kynnir með stolti verk eftir tuttugu og einn innlenda og erlenda listamenn. Hægt er að kynna sér dagskránna á heimasíðun hátíðarinnar.
Eins og fram kom verður þetta í áttunda sinn sem Sequences myndlistarhátíðin er haldin og er miðja hátíðarinnar að þessu sinni í Marshallhúsinu, heimkynnum Kling & Bang og Nýlistasafnsins, Grandagarði 20, 101 Reykjavík.
Sýningarstjóri Sequences VIII er Margot Norton, sýningarstjóri við New Museum í New York.
Hér má sjá upplýsingar um sýningu Joan í Nýlistasafninu og viðburðinn í Tjarnarbíói á samfélagsmiðlum
The post Joan Jonas opnar einkasýningu í Nýlistasafninu og flytur nýtt verk í Tjarnarbíói á opnunarhelgi Sequences VIII appeared first on sím.