Dr. Ásthildur Björg Jónsdóttir kynnir tvöfalda doktorsritgerð sína
List sem hvetur til sjálfbærni:
Möguleikar lista í menntun til sjálfbærni.
Fimmtudaginn 5. október frá 15.30- 17:30 í húsnæði Listaháskólans við Laugarnesveg 91.
Í doktorsrannsókn Ásthildar eru möguleikar samtímalistar til sjálfbærnimenntunar rannsakaðir og metnir út frá sjónarhorni kennslufræða og listsköpunar.
Það sem er óhefðbundið við rannsókn Ásthildar er að auk þess að vinna verkefnið við tvo háskóla uppfyllir það skilyrði tveggja ólíkra doktorsgráða; annars vegar greinatengdrar doktorsgráðu (Ph.D.) frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands og hins vegar Doktor of Arts frá myndlistardeild Lapplandsháskóla.
Rannsóknin fór fram á sex ára tímabili í listkennsludeild Listaháskóla Íslands þar sem Ásthildur starfaði sem lektor og fagstjóri.
Ókeypis er inn og öll velkomin.
/////
http://www.lhi.is/event/moguleikar-lista-i-menntun-til-sjalfbaerni
The post „Möguleikar lista í menntun til sjálfbærni“ Fyrirlestur og vinnusmiðja- 5. okt. appeared first on sím.