Miðvikudaginn 4. október kl. 12:00 mun Magnús Gestsson flytja annan fyirirlesturinn í fyrirlestraröðinni Miðill – efni- merking á vegum Listfræðafélagsins.
Titill fyrirlestrarins er Kynusli / Genderfuck í Gallerí 78 og mun Magnús leggja útaf verkum Öldu Villiljóss sem nú sýnir í Gallerí 78.
Yfirskrift fyrirlestrarins vísar í titil sýningarinnar og mikilvægi gallerísins fyrir sýnileika hinseigin myndlistarfólks. Þó þema sýningarinnar gefi til kynna óreiðu og flóknar hugmyndir utan alfaraleiðar miðla ljósmyndir Öldu hlýju, djúpum skilningi á heimi hinsegin fólks og næmu auga háns fyrir hinu óvænta og fagra í fari viðfangsefna sinna sem miðlað er af öryggi og innsæi til þeirra sem kunna að fyllast óöryggi gagnvart heimi sem mörgum er torskilinn. Fyrirlestrinum er ætlað að varpa ljósi á fjölbreytileika lífsins um leið og gerð er grein fyrir menningarlegu gildi verkanna og samhengi ásamt þeim fræðihugmyndum sem búa að baki þeirra.
Magnús Gestsson er stundakennari í listfræði við Háskóla Íslands og lauk doktorsprófi í list- og gallerífræðum frá University of Leicester árið 2009. Auk þess að sinna kennslu hefur hún unnið við sýningastjórn og haldið fyrirlestra um myndlist. Magnús er nú formanneskja Listfræðafélags Íslands.
The post Listfræðafélagið kynnir: Kynusli / Genderfuck í Gallerí 78 appeared first on sím.