Barnaleiðsögn í Þjóðminjasafni Íslands
Sunnudaginn 1. október kl. 14 verður barnaleiðsögn í Þjóðminjasafni Íslands. Meðal þess sem verður skoðað er sverð, beinagrindur og 1000 ára gamall matur. Leiðsögnin er ókeypis og allir velkomnir.
2 fyrir 1 í Safnahúsið
Sunnudaginn 1. október verður tveir fyrir einn af aðgangseyri í Safnahúsið við Hverfisgötu. Einstakt tækifæri að skoða sýninguna Sjónarhorn – ferðalag um íslenskan myndheim. Safnbúð og veitingastofan Julia & Julia á staðnum. Að venju er ókeypis fyrir börn yngri en 18 ára.
The post Barnaleiðsögn í Þjóðminjasafni og 2 fyrir 1 í Safnahúsið við Hverfisgötu appeared first on sím.