Quantcast
Channel: sím
Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356

Leiðsögn um sýninguna Kjarval – lykilverk, sunnudag 24. september kl. 14.00 á Kjarvalsstöðum

$
0
0
Kjarval – lykilverk á Kjarvalsstöðum.
Leiðsögn um sýninguna Kjarval – lykilverk
Sunnudag 24. september kl. 14.00 á Kjarvalsstöðum

Leiðsögn um sýningu á verkum Jóhannesar S. Kjarvals á Kjarvalsstöðum með Ólöfu K. Sigurðardóttur, safnstjóra Listasafns Reykjavíkur og sýningarstjóra sýningarinnar, og Eddu Halldórsdóttur, verkefnastjóra skráningar hjá safninu, sem ritað hefur um samband Kjarvals við safnara og velgjörðarmenn.

Á sýningunni eru mörg lykilverk frá ferli listamannsins en sjónum verður einkum beint að verkum sem listaverkasafnarar hafa fært safninu að gjöf. Verkin á sýningunni eru sett upp með það í huga að undirstrika þau meginstef sem voru uppistaðan í lífsverki Kjarvals.

Í safneign Listasafns Reykjavíkur eru fjölmörg verk sem borist hafa safninu að gjöf og verður sjónum beint að þeim verkum, þá sér í lagi verkum úr safni Jóns Þorsteinssonar íþróttakennara. Jón var mikill velgjörðarmaður Kjarvals og eignaðist ásamt konu sinni, Eyrúnu Guðmundsdóttur, stórt safn verka eftir hann. Þau hjón og afkomendur þeirra hafa í gegnum tíðina fært safninu ríkulegar málverkagjafir og má sjá mörg verkanna á sýningunni á Kjarvalsstöðum.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.

The post Leiðsögn um sýninguna Kjarval – lykilverk, sunnudag 24. september kl. 14.00 á Kjarvalsstöðum appeared first on sím.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 4356